Það er merkilegt hve gamlir hlutir sem skipta ekki lengur máli geta flækst fyrir okkur. “Þetta hefur alltaf verið gert svona”. Engin hugsun er sett í hlutina. Í góðri grein Bergþórs Skúlasonar í Fréttablaðinu fjallar hann um á skýran hátt af hverju eindagi var búinn til í gamladaga þegar upplýsingastreymi var trekt.
Bergþór Skúlason
Þetta er í raun og veru mjög gott dæmi um nýsköpun. En hvernig er það, ætli það séu ekki fjölmörg önnur svona dæmi allt í kringum okkur? Hvernig finnum við þau? Er hægt að að finna þessi tækifæri á kerfisbundinn hátt með einhverri aðferð? Svarið við því er JÁ!
Aðferðin Inside the Box: A Proven System of Creativity for Breakthrough Results er ein slík aðferð. Í henni er fyrsta af fimm aðferðum kölluð, substraction, frádráttur. Eitthvað er tekið í burtu og skoðað er hvernig hluturinn, ferillinn, þjónustan eða viðfangsefnið er eftir það. Í þessu tilfelli með eindagan tekinn í burtu, þá kemur það í ljós að eindagi í dag óþarfur!