Neyðin kennir naktri konu að spinna…

Margar leiðir eru til að finna nýjungar. Djúp þekking er gagnleg. Kefisbundin leit að sérstökum þörfum. Leit að breytingum í tækni og umhverfi. Það er sammerkt með mörgum nýsköpunaraðferðum að sett eru mörk, búin til neyð. Covid skapar neyðarástand. Bóluefni verður til á mettíma. Skimunargeta margfaldast.

“Inside the Box” er nýsköpunaraðferð sem Jacob Goldberg þróaði. Aðferðin setur kerfisbundnar skorður og nýtir sniðmát til að koma með nýjar hugmyndir. Þessi aðferð er einskonar nýsköpunarhraðall sem skilar mörgum góðum hugmyndum.

Drew Boyd sem hefur leitt og kennt nýsköpun í mörg ár lýsir hér upplifun af aðferðinni.

Spinnum saman…..

Kaffibolli og létt spjall er oft byrjun á góðum nýsköpunarverkefnum. Við spinnum okkar bestu nýsköpunarlausnir þegar við deilum hugmyndum með öðrum.